02.09.2023
Það var ánægjulegt að fá árganga '74-'78 í heimsókn í Grunnskólann Hellu í dag, 3. september. Margar góðar minningar voru ræddar á rölti um skólann og virtist félagslífið í diskóherberginu (stofa 3) standa þar uppúr.Þau höfðu líka gaman af því að skoða viðbygginguna og nefndu einhverjir að það væri nú kannski bara spennandi að hefja skólagöngu á ný.
Við þökkum þessum flotta hópi kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
10.08.2023
Grunnskólinn Hellu verður settur miðvikudaginn 23. ágúst nk. kl. 11:00 í sal íþróttahússins. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst.
Skóladagatal fyrir árið 2023-2024 má nálgast í flipa hér fyrir ofan.
Lesa meira
15.06.2023
Nú er hægt að nálgast skóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024 hér á heimasíðu skólans.
Hafið það öll sem best í sumar!
Lesa meira