Í gær fimmtudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í skólanum okkar ár hvert til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni en hann fæddist þennan dag árið 1807.
Á yngsta stigi var íslenskuhringekja þar sem öllum nemendum 1.-4. bekkjar var skipt upp í 4 hópa, þvert á bekki. Hver hópur fór á eina verkefnastöð í einu og leysti saman skemmtileg verkefni. Á fyrstu stöðinni var unnið með orðtök, málshætti og setningar, á annarri stöðinni var unnið með ljóð, á þriðju stöðinni voru útbúnir jákvæðnigoggar og á þeirri fjórðu var unnið með orð í orði. Mjög skemmtileg vinna sem heppnaðist vel.
Á miðstigi fóru nemendur 5. bekkjar og lásu fyrir leikskólabörn, 7. bekkur var með upplestur á ljóðinu Ísland eftir Jónas Hallgrímsson fyrir miðstigið sem markaði upphaf á æfingum þeirra fyrir komandi upplestrarkeppni.
Á elsta stigi unnu nemendur skemmtileg verkefni í tímum hjá Hrafnhildi Valgarðsdóttur um ljóðskáldið Jónas Hallgrímsson. Hér að neðan má sjá brot af afrakstri þeirrar vinnu í formi myndbanda.
Upplestur starfsfólks á ljóðum Jónasar.
Upplestur starfsfólks á ljóðum Jónasar.
Jarðarför Jónasar Hallgrímssonar.
Einnig fengu öll stig skólans skemmtilega bókakynningu frá hjónunum Gunnari Helgasyni og Björk Jakobsdóttur á bókum þeirra Eldur og Bannað að drepa.
Hér má sjá myndir frá deginum
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað