Foreldrar 4. bekkjar hafa tekið sig saman og útbúið sáttmála sín á milli.
Með sáttmálanum eru foreldrar að stilla saman strengi hvað varðar ýmis viðmið og gildi sem þeim finnast mikilvæg. Markmiðið með sáttmálanum er að styðja við þroska og farsæld barnanna í 4. bekk í sínu nærsamfélgi.
Inni á heimasíðu Heilmilis og skóla má finna tillögur að foreldrasáttmálum fyrir öll stig grunnskóla. Foreldrar 4. bekkjar höfðu einmitt sáttmála heimilis og skóla til hliðsjónar þegar þeir útbuggu sinn eigin.
Við hvetjum foreldra í öðrum bekkjum skólans að skoða möguleikann á að gera slíkan sáttmála.
Til hamingju foreldrar 4. bekkjar, það er ekki sjálfgefið að koma slíkum sáttmála saman.
Hér má sjá hugmyndir að foreldrasáttmála fyrir miðstig og elsta stig inni á síðu heimilis og skóla.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað