Lestrarhestar í 4. bekk

Nemendur 4. bekkjar hafa verið einstaklega duglegir að taka þátt í bókaklúbbum á bókasafninu. Í bókaklúbbum lesa nemendur bækur úr ákveðnum bókaflokkum og safna stimplum. Þegar þeir hafa lokið klúbbi fá þau viðurkenningarskjal og verðlaun.

Þriðjudaginn 14. nóvember var Jökull Orri fyrstur allra nemenda skólans til að ljúka lestri í sínum öðrum bókaklúbbi og fékk að launum viðurkenningarskjal og 20 mínútna Ipad kort. Degi síðar lauk Svanhildur Ósk einnig sínum öðrum bókaklúbbi og fékk sömu verðlaun.

Til hamingju Jökull Orri og Svanhildur Ósk, þið eruð sannkallaðar lestrarfyrirmyndir. 

Hvetjum alla nemendur til að koma og taka þátt í skemmtilegum bókaklúbbum á bókasafninu. 

Á myndinni má sjá þau Jökul Orra og Svanhildi Ósk tak á móti viðurkenningarskjali og verðlaunum frá Birtu á bókasafninu.