Nú í haust fór af stað þróunarverkefni í 4. bekk hér í Grunnskólanum á Hellu.
Umsjónarkennari bekkjarins fékk þá hugmynd að við í skólanum myndum útbúa okkar eigið hljóðbókasafn. Hún fékk tvo nemendur í bekknum sínum, þau Daníel Breka og Þorbjörgu Helgu sem eru sannkallaðir lestrarhestar, í lið með sér.
Verkefnið snýst um að útbúa bók inni í appinu book creator þar sem fram koma helstu upplýsingar um lesarana, höfundinn og fleira. Því næst lesa þau bókina inn svo aðrir nemendur geti hlustað, nýtt sér og notið.
Núna í vikunni kláruðu þau að lesa inn nokkrar bækur fyrir nemendur í 1. bekk sem mun án efa nýtast þeim vel bæði í heimalestri og/eða í skólanum.
Ótrúlega spennandi verkefni sem við hlökkum til þróa áfram.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað