Félagsmál nemenda

Félagsmál nemenda

Á hverju ári kjósa nemendur eldri deildar sér fulltrúa í nemendaráð. Nemendaráð mótar félagslíf vetrarins í samráði við umsjónarkennara ráðsins og skólastjóra. Félagslífið mótast fyrst og fremst af gildandi hefðum og hugmyndum nemenda. Nemendaráð er skipað átta nemendum þ.e. þrír úr 10. bekk, tveir úr 9. bekk og tveir úr 8. bekk. Formaður og gjaldkeri ráðsins eru alltaf úr 10. bekk.

Nemendaráð starfar undir handleiðslu kennara/stjórnanda. Á fyrsta fundi ráðsins er gerð gróf áætlun fyrir vetrarstarfið. Oftast er um að ræða nokkuð hefðbundin félagsstörf s.s. opið hús, kvöldvökur, kvikmyndakvöld, félagsvist, diskótek, vettvangsferðir o.fl. Nemendur starfrækja að venju hina vinsælu útvarpsstöð "Útvarp Helluskóli - FM 89,9 " síðustu dagana fyrir jólafrí. Einnig er stefnt að árlegri útgáfu skólablaðsins Ýmis. Ýmir er unnin í samvinnu við hóp þann sem valið hefur fjölmiðlun sem er ein af valgreinum skólans . Eldri deild skólans er í samstarfi við nemendafélög Laugalandsskóla og Hvolsskóla um félagsstarf. Hver þessara þriggja skóla heldur eina sameiginlega hátíð á hverjum vetri þ.e. íþróttahátíð, listahátíð og árshátíð. Auk þess halda skólarnir sameiginlegt haustball.

Yngri nemendur skólans fá að njóta hefðbundins félagslífs. Um er að ræða bekkjarkvöld í samráði við viðkomandi umsjónarkennara. Einnig gengst nemendaráðið fyrir einstaka uppákomum fyrir yngri nemendur skólans.

Ekki er um það að ræða að skólabílar aki nemendum til og frá skóla þegar um félagsstarf er að ræða. Undantekning á þessu er þegar um áðurnefndar fjórar sameiginlegar hátíðir skólanna þriggja er að ræða en þá bæði sækja skólabílar nemendur og skila þeim heim að skemmtunum loknum.