Bókasafn

ibbý

Bókasafnið í Grunnskólanum á Hellu er starfrækt sem skólabókasafn og jafnframt sem almenningsbókasafn.  Hlutverk bókasafnsins er að þjóna bæjarbúum og nærsveitamönnum, nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans. 

Opnunartími bókasafnsins fyrir hinn almenna borgara er eftirfarandi:  þriðjudaga kl. 16:00 - 18:00 og fimmtudaga kl. 20:00 - 22:00               

Útlánstími bóka er almennt fjórar vikur nema á nýjum bókum, en útlanstími þeirra er aðeins ein vika. 

Allar bækur og annað efni í eigu safnsins er skráð í Gegni,  www.gegnir.is 

Safnkostur telur u.þ.b. 10.000 eintök, bækur, tímarit, myndbönd, snældur og geisladiska. Nokkuð gott handbókasafn er til staðar og fer það stækkandi. Stærstur hluti bóka er keyptur inn í nóvember og desember ár hvert, en þar fyrir utan kaupir safnið inn þær bækur sem gefnar eru út á öðrum tímum ársins.

 Vinnuaðstaða er til staðar á safninu. 

 Umsjón með safninu hefur Sigurlína Magnúsdóttir.

Um almenningsútlán sér Susanne Beug.

Starfsmenn skólahluta safnsins eru Birta Huld Halldórsdóttir, Sigurlína Magnúsdóttir, Susanne Beug og Svava Þorsteinsdóttir.