Skólaráð: fundargerðir

Skólaráð

Í grunnskólalögum segir að í hverjum grunnskóla eigi að vera starfrækt skólaráð. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins og lýtur það ákveðnum reglum.

Hverjir sitja í skólaráði?

Þeir sem sitja í skólaráði eru:

  • Skólastjóri
  • Tveir fulltrúar kennara
  • Einn fulltrúi annars starfsfólks við skólann
  • Tveir fulltrúar nemenda
  • Tveir fulltrúar foreldra
  • Einn fulltrúi grenndarsamfélagsins

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn.

Skólastjóri stýrir starfi skólaráðsins. Miðað er við að búið sé að skipa í skólaráð í lok september.

Hlutverk skólaráðs

Skólaráð setur sér starfsáætlun og fundar reglulega. Það tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann. Skólaráð ræðir margvísleg mál sem snúa að skólahaldi, s.s. skólanámskrá, starfsáætlun, kennslu, breytingar á skólahaldi og starfsemi, aðbúnað og velferð nemenda, húsnæðis- og öryggismál og margt fleira. Skólaráð fjallar einnig um erindi frá ýmsum aðilum og veitir umsagnir ef þess er óskað. Skólaráð ræðir ekki málefni einstaklinga.

Af hverju skólaráð?

Skólaráð er mikilvægur þáttur í því að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri og tryggja samráð við þá sem koma að málefnum skólans áður en endanlegar ákvaðrðanir eru teknar. Þátttaka nemenda í skólaráðum byggir á því að börn eiga rétt á því að koma skoðunum sínum á framfæri í málum sem þau varða en það er í samræmi við 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Fulltrúar nemenda

Fulltrúar nemenda í skólaráði skulu vera kosnir samkvæmt starfsreglum nemendafélagsins. Fulltrúar nemenda bera ábyrgð á því að sjónarmið nemenda komist til skila.

Fulltrúar nemenda þurfa meðal annars að:

  • Vera aðgengilegir fyrir nemendur og geta miðlað upplýsingum á milli þeirra og skólaráðs.
  • Vera reiðubúnir að hlusta á samnemendur sína og tala þeirra máli í skólaráði
  • Vera óhræddir við að tjá sig og geta staðið á sínu
  • Vera tilbúnir til þess að leita sér aðstoðar ef þörf er á
  • Geta haldið trúnaðarupplýsingum leyndum

Fundargerðir 2022

Fundargerðir 2021

Fundargerðir 2020

Fundargerðir 2019

Fundargerðir 2018