Skóladagheimili

Skóladagheimili

Sími: 841 2382/488 7030

Skóladagheimilið er staðsett í húsnæði grunnskólans að Útskálum 6-8 í stofum 4, 5 og 6. Það er starfrækt fyrir börn í 1. - 4. bekk.

Á skóladagheimilinu fá börnin tækifæri til að leika sér og njóta samveru í vernduðu og skapandi umhverfi. Reynt er að gera andrúmsloftið eins heimilislegt og kostur er og aðlaga það leikþörf barnanna. Starfsemi skóladagheimilisins byggist að öllu leyti á þeirri uppeldislegu stefnu sem skólinn hefur sett sér.

Á skóladagheimilinu starfa að öllu jöfnu fimm stuðningsfulltrúar.

Skóladagheimilið er opið frá því að skóladegi lýkur til kl. 16:00.

Foreldrar greiða tilfallandi kostnað þ.e. dvalargjald og gjald fyrir síðdegishressingu til skrifstofu sveitarfélagsins.

Allar ferðir nemenda s.s. ferðir á kór- og íþróttaæfingar, í tónlistarskóla o.fl. á starfstíma skóladagheimilisins eru á ábyrgð foreldra.