1. dagurinn eftir breytingarnar

Heil og sæl.

Það er gott að geta sagt frá því að dagurinn í dag gekk einstaklega vel í skólanum. Með samstilltu átaki starfsmanna, nemenda og foreldra vinnast hlutirnir best. Sú leið sem við völdum að fara virkar og tókst vel að halda öllum hópum aðskildum. Nokkrir hafa kosið að halda börnum sínum heima og styðjum við að sjálfsögðu þá ákvörðun. Þeir nemendur sem mættu í skólann í dag fengu heimanám fyrir morgundaginn. Umsjónarkennarar verða í sambandi við foreldra þeirra barna sem eru heima til að útskýra hvernig heimanámi þeirra verður háttað. Við hvetjum ykkur öll til að fylgjast vel með á Mentor, en þar er heimanám skráð. Í skólanum pössum við mjög vel upp á að bekkirnir blandist ekki, nema 6. og 7. bekkir þar sem þeir eru vel undir 20 nemendum samtals. Mikilvægt er að við hjálpumst öll að og viljum við benda fólki á að huga líka að þessum þætti eftir skólatíma. Á morgun mæta eftirfarandi bekkir í skólann: 1. bekkur, 2. bekkur, 5. bekkur, 8. bekkur og 10. bekkur. Með bestu kveðjum og kæru þakklæti fyrir góðan stuðning í öllu þessu ferli.

Stjórnendur og starfsmenn Grunnskólans Hellu