Alþjóðadagur barna er haldinn 20. nóvember ár hvert og er hann helgaður vitundarvakningu og fræðslu um Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og þau réttindi sem öll börn eiga að njóta.
Barnasmáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989 og liggur því beinast við að dagurinn sé helgaður honum. Á Íslandi var Barnasmáttmálinn undirritaður á Alþingi árið 1990 og svo lögfestur á Alþingi árið 2013. Með aðild að Barnasáttmálanum skuldabindur Ísland sig til að grípa til allra nauðsynlegra og viðeigandi ráðstafana til að innleiða hann að fullu á öllum sviðum samfélagsins.
Allir nemendur og allt starfsfólk skólans safnaðist saman úti á nýja gervigrasvellinum í tilefni dagsins og mynduðum við saman stórt hjarta. Í dag hugsum við til allra barna í heiminum, sérstaklega til þeirra barna sem búa við óviðunandi aðstæður.
|
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað