3. bekkur í bókasafnstíma

Eins og flestir vita þá eru bókasafnstímar í stundatöflum nemenda í 2. - 7. bekk. Verkefnin sem nemendur fást við í þessum tímum eru ansi fjölbreytt en öll til þess fallin að auka áhuga á bókalestri, styðja við gagnrýna hugsun, samvinnu og að leita lausna svo eitthvað sé nefnt. Þriðji bekkur var í bókasafnstíma hjá Birtu í dag þar sem nemendur voru að taka sín fyrstu skref í að nota orðabók og leita í henni.

Hér má sjá bókasafnsalbúmið sem við bætum reglulega við nýjum myndum. En þar sjást nemendur vinna umrætt verkefni.