7. bekkur á Úlfljótsvatn

Síðustu ár hefur sú hefð verið í skólanum okkar að nemendur 7. bekkjar fari í ferð að Úlfljótsvatni. Það var einmitt í síðustu viku sem núverandi 7. bekkur og Alexandra umsjónarkennarinn þeirra fóru loks í þessa ferð sem þau hafa beðið óþreygjufull eftir í margar vikur.

Á meðan dvöl þeirra stóð brölluðu þau ýmislegt saman, þau óðu í vatni, fóru í göngur og alls kyns leiki og nutu þess að vera saman.

Veðrið lék við þau en það var glampandi sól allan tímann eins og má sjá á meðfylgjandi myndum.

Hér má sjá myndir frá vel heppnaðri ferð

-EH