7. bekkur plokkar

Síðastliðinn mánudag skelltu nemendur 7. bekkjar sér út í veðurblíðuna og plokkuðu rusl. Plokkið er einn liður í fjáröflun þeirra fyrir ferðina á Úlfljótsvatn sem farin verður í apríl. Eins og sjá má á myndunum var nóg af rusli til að plokka og stefnt verður á meira plokk eftir páskafrí.

Hér eru nokkrar myndir frá plokkinu

-EH