Árshátíð unglingastigs

Fimmtudag 11. apríl verður sameiginleg árshátíð skólanna í Rangárvalla - og Vestur - Skaftafellssýslu. Að þessu sinni verður hátíðin að Laugalandi. Skólabílar verða komnir að skólanum okkar um kl. 19:00 þar sem rúta mun aka öllum kl. 19:15 upp á Laugaland. Árshátíðinni lýkur kl. 24:00 og reiknum við með að koma heim á Hellu um 15 - 20 mínútum síðar. Þaðan munu skólabílar aka akstursnemendum heim. Árshátíðin er ætluð nemendum í 7. - 10. bekk. Á föstudeginum 12. apríl er ekki skóladagur hjá þeim bekkjum og nemendur komnir í páskafrí.