Bleikur dagur

Bleiki dagurinn verður nk. föstudag, 15. október. Þá eru allir landsmenn hvattir til að klæðast bleiku og lýsa þannig skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Við í Grunnskólanum Hellu viljum að sjálfsögðu leggja okkar af mörkum og hvetjum því alla nemendur og starfsmenn skólans til að mæta í einhverju bleiku þennan dag.