Breytingar á sóttkvíar reglum

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður slakað á reglum varðandi sóttkví nú um miðnætti. Ef um smit á heimili er að ræða þurfa börnin sem þar búa að fara í sóttkví eins og reglur segja til um. Aðrir nemendur bekkjarins þurfa EKKI að fara í sóttkví og mega því mæta í skólann. Rakningu í skólum verður því sjálfhætt.

Við óskum samt eftir því að þeir nemendur sem nú bíða eftir niðurstöðum PCR-prófa mæti ekki í skólann fyrr en neikvæðar niðurstöður liggja fyrir.

Ef nemendur eru í einangrun/sóttkví eða foreldrar óska eftir að börnin þeirra verði í sjálfskipaðri "sóttkví" þarf að hafa samband við skólann og láta vita. Mikilvægt er að vera þá í sambandi við umsjónarkennara til að fá upplýsingar varðandi heimanám.