Dagur íslenskrar tungu: 2. bekkur teiknar skrýtin íslensk orð

Öllum börnum í 2. bekk á landinu var boðið að taka þátt í listviðburði tengdum degi íslenskrar tungu með því að túlka nokkur skrýtin og skemmtileg íslensk orð.  Börnin á Hellu teiknuðu myndir af orðunum hrákadallsleysi, spjótaglansasmjör, heiðhvolfsbelgur, köngurvofa, salúnsvefnaðarsessa, duflabani, tómarúmsþéttir, jagtarkoppur og greppitrýn. Þess má geta að myndirnar þeirra verða til sýnis á hátíðinni sem haldin verður í Gamla bíói í Reykjavík á morgun laugardaginn 16. nóvember og hefst hún kl.15:30.

Allar myndir á myndasíðum skólans