Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslesnkrar tungu var sunnudaginn 16. nóvember. 

Deginum var fagnað í skólanum okkar mánudaginn 17. nóvember.

7. bekkingar stigu einn í einu í pontu og lásu upp ljóð sem nemendur höfðu valið sér og spreyttu sig í upplestri. Eins og flestir vita taka nemendur 7. bekkjar þátt í stóru upplestrarkeppninni og eru nú æfingar formlega hafnar. 

Á yngsta stigi var deginum einnig fagnað. Harpa Rún kom og kynnti fyrir nemendum nýju bók sína "Hver á mig?".  Vakti heimsóknin mikla lukku og þökkum við Hörpu Rún kærlega fyrir komuna.

Hér má sjá myndir frá deginum