Dagur íslesnkrar tungu var sunnudaginn 16. nóvember.
Deginum var fagnað í skólanum okkar mánudaginn 17. nóvember.
7. bekkingar stigu einn í einu í pontu og lásu upp ljóð sem nemendur höfðu valið sér og spreyttu sig í upplestri. Eins og flestir vita taka nemendur 7. bekkjar þátt í stóru upplestrarkeppninni og eru nú æfingar formlega hafnar.
Á yngsta stigi var deginum einnig fagnað. Harpa Rún kom og kynnti fyrir nemendum nýju bók sína "Hver á mig?". Vakti heimsóknin mikla lukku og þökkum við Hörpu Rún kærlega fyrir komuna.
Hér má sjá myndir frá deginum
|
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað