Desember 2025

Að vanda var margt um að vera í skólanum okkar í desember.

Okkar árlega jólahringekja var á sínum stað á öllum stigum, jólakortagerð, jólahurðakeppnin, jólasöngstundirnar, jólaútvarpið, kakókot, piparkökuhúsaskreytingar, jólamaturinn, litlu jólin, jólaballið og síðast en ekki síst jólahátíðin. Á jólahátíðinni stigu allir nemendur á svið með einum eða öðrum hætti, ýmist sem leikarar, sögumenn, tæknimenn eða kynnar. Hátíðin var hin glæsilegasta og fóru allir, bæði nemendur og starfsfólk, sáttir og glaðir inn í jólahátíðina.

Hér má sjá myndir frá jólahringekjum, hér eru myndir frá kakókoti og hér má sjá alls kyns myndir frá hinu ýmsa í desember.