Eðlisfræðikennsla í 10. bekk

Það var heldur betur glatt á hjalla í eðlisfræðitíma hjá 10. bekk í morgun þegar Azfar var að kenna nemendum bekkjarins hugtakið "undirþrýstingur".

Brynja Atkins fékk það hlutverk að fara ofan í svartan ruslapoka á meðan hlutverk samnemenda hennar var að koma stút af ryksugu fyrir ofan í pokanum og kveikja á henni. Þetta góða samstarf skilaði þeim svo þessum  fína undirþrýsingi ofaní pokanum. Held að það sé óhætt að fullyrða að nemendurnir sem tóku þátt í tilrauninni muni seint gleyma hugtakinu "undirþrýstingur" og þetta verður svo sannarlega ein af góðu minningum grunnskólagöngunnar.

Á myndinni má sjá Brynju ofaní pokanum áður en ryksugan er sett af stað og svo eftir að kveikt var á henni :)