Farsældarsáttmáli í 4. bekk.

Foreldrar barna í 4. bekk hafa gert með sér farsældarsáttmála líkt og foreldrar 2. bekkjar. Fleiri árgangar hafa nú þegar hafið slíka vinnu. Með gerð farsældarsáttmála styðja foreldrar hver annan og við skólann með samstöðu varðandi ýmislegt, t.d. útivistartíma, notkun samfélagsmiðla, upphæðir afmælisgjafa og fleira. 

Við fögnum að sjálfsögðu þessari samstöðu foreldra.

Meðfylgjandi er mynd af sáttmálanum sem foreldrar barna í 4. bekk gerðu með sér.