Farsældarsáttmáli er verkfæri sem gerir foreldrum og öðrum sem koma að degi barnsins kleift að ræða sín á milli og setja niður ákveðin viðmið eða gildi sem þeim finnast mikilvæg til þess að styðja við þroska og farsæld allra barna í samfélaginu.
Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi samstíga foreldrahóps auk þess sem foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í að styðja við og stuðla að góðri menningu innan barnahópsins. Þá er ómetanlegur stuðningur fyrir foreldra að hafa breitt tengslanet í öðrum foreldrum í nærsamfélaginu, þeir taka upplýstari ákvarðanir og geta verið öflug rödd umbóta.
Foreldrar barna í 9. bekk er fyrsti hópurinn til að taka þetta skref á unglingastigi. Áfram foreldrar og áfram samstaða!
Meðfylgjandi er mynd af sáttmálanum sem foreldrar barna í 9. bekk gerðu með sér.
|
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað