Þriðjudaginn 28. október kallaði stjórn foreldrafélagsins alla bekkjartengla skólans til fundar. Á fundinum var farið yfir hlutverk tengla og fyrirkomulag á vali þeirra rætt. Einnig kom fram á fundinum hvort hægt væri að koma upp hugmyndabanka og sömuleiðis kom upp sú spurning hvort eitt af hlutverkum bekkjartengla gæti verið að stýra vinnu farsældarsáttmála innan bekkja sem er endurskoðaður og uppfærður ár hvert, þannig koma allir foreldrar að gerð slíks sáttmála. Bekkjartenglar 2. bekkjar riðu á vaðið og útbjuggu sáttmála sem var lagður fyrir foreldrahópinn á fundi í gærkvöldi. Miklar umræður sköpuðust á fundinum um mikilvægi samstarfs heimilis og skóla en einnig á milli foreldra barna innan bekkjarins. Sáttmálinn var í framhaldinu aðlagaður að hugmyndum foreldra og samþykktur af öllum viðstöddum. Það er von okkar að fleiri bekkjartenglar fari í sömu vinnu með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.
Meðfylgjandi er mynd af sáttmálanum sem foreldrar barna fædd 2018 gerði með sér.
| 
 Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is  | 
 Skrifstofa skólans er opin á skólatíma 
  | 
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað