Frábært mötuneyti sem við eigum hér í skólanum

2. bekkur kom við í mötuneytinu í vikunni og söng vináttusöng fyrir mötuneytisfólkið og þakkað þannig fyrir góðan mat, bros og velvild sem mætir okkur þar alla daga. Það er ómetanlegt hversu vel er alltaf tekið á móti nemendum og starfsfólki þegar við mætum í matinn.

Takk fyrir okkur starfsfólk mötuneytis

-EH