FRÍ dagurinn

Stóri FRÍdagurinn fór fram á Hellu þriðjudaginn 9.september síðastliðinn. Börn í 5.-8. bekk tóku þátt og skemmtu nemendur sér vel. Stóri FRÍ-dagurinn er frjálsíþróttaviðburður sem ætlaður er nemendum á miðstigi grunnskólans. Dagskráin samanstendur af boðhlaupum og stöðvaþjálfun þar sem krakkarnir fá að prófa sig áfram í ýmsum frjálsíþróttagreinum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Markmiðið er að kynna frjálsíþróttirnar fyrir börnum og sýna þá miklu fjölbreytni sem íþróttin býður upp á. Stóri FRÍdagurinn er verkefni á vegum frjálsíþróttasambands Íslands og er framkvæmdin samvinnuverkefni grunnskólans, Umf.Heklu og FRÍ.

Hér má sjá myndir frá deginum