Stóri FRÍdagurinn fór fram á Hellu þriðjudaginn 9.september síðastliðinn. Börn í 5.-8. bekk tóku þátt og skemmtu nemendur sér vel. Stóri FRÍ-dagurinn er frjálsíþróttaviðburður sem ætlaður er nemendum á miðstigi grunnskólans. Dagskráin samanstendur af boðhlaupum og stöðvaþjálfun þar sem krakkarnir fá að prófa sig áfram í ýmsum frjálsíþróttagreinum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Markmiðið er að kynna frjálsíþróttirnar fyrir börnum og sýna þá miklu fjölbreytni sem íþróttin býður upp á. Stóri FRÍdagurinn er verkefni á vegum frjálsíþróttasambands Íslands og er framkvæmdin samvinnuverkefni grunnskólans, Umf.Heklu og FRÍ.
Hér má sjá myndir frá deginum
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað