Gítarsmíði á elsta stigi

Á haustönn var í fyrsta sinn boðið upp á valgreinina gítarsmíði fyrir elsta stig.
Nemendur smíðuðu eigin gítar, völdu á hann lit, sprautuðu hann og lökkuðu.
 
Nemendur voru virkilega áhugasamir jafnvel þó að meirihluti þeirra hafi ekki áður spilað á gítar. Smíðin vakti áhuga nemenda á gítarleik og aldrei að vita nema í hópnum sé framtíðar rokk- eða poppstjarna.
 
Hér má sjá myndir af nokkrum nemendanna með gítarana sína.