Grænfáninn afhentur í 8. sinn

Í dag fékk Grunnskólinn Hellu afhentan sinn 8. grænfána og eru nemendur og starfsfólk afar stolt af því. Í skólanum sitja fulltrúar í grænfánanefnd úr öllum bekkjum og skipuleggja og sinna ýmsum verkefnum yfir veturinn. Sem dæmi má nefna íþróttadaginn, rannsókn á matarsóun skólans, rannsókn á plastrusli í hafi og fleira.