Grjónagrautur er bestur!

Eitt af því sem allir í skólanum okkar eru sammála um er að við fáum mjög góðan mat í mötuneytinu okkar! 
 
Fyrirkomulagið í matmálstímum þetta árið er öðruvísi en verið hefur. Vegna fjölda nemenda í skólanum er matmálstíminn nú þrískiptur.  
1-3.bekkur er í mat milli 11:25 - 11:55 og fá nemendur yngstu bekkjanna skenkjað á diska sína. 4.-7. bekkur er í mat frá klukkan 11:55 - 12:25 og 8.-10.bekkur frá klukkan 12:25 - 12:55 en nemendur í 4. - 10. bekk skammta sér sjálfir á diskinn.
 
Í mötuneytinu erum við með frábæran salatbar  sem er í boði alla daga vikunnar þar sem nemendur geta fengið sér sjálfir allt það grænmeti sem þá lystir.  
Öll eru börnin að æfa sig að fá sér passlega mikið að borða, og minnka þannig matarsóun. 
 
Það er gaman að segja fá því að það ríkir alltaf extra mikil gleði í matsalnum þegar að það er grjónagrautur í matinn, hann er jú langbestur.  
 
Hér má sjá myndir frá 17. október en þá var einmitt grjónagrauturinn hennar Dóru kokks í matinn en það er, fyrir þau sem ekki vita, besti grjónagrautur í heimi!