Grunnskólinn Hellu keppir í Skólahreysti

Í dag munu fulltrúar úr Grunnskólanum Hellu keppa í skólahreysti sem mun fara fram í Laugardalshöll. Á RÚV verður sýnt beint frá keppninni sem hefst klukkan 17:00. Um leið og við óskum keppendum góðs gengis hvetjum við alla til að fylgjast með í sjónvarpinu!