Gunni og Felix heimsóttu skólann

Í vikunni heimsóttu þeir félagar Gunni og Felix nemendur skólans. Felix byrjaði á að fjalla um og ræða ólíkar fjölskyldugerðir og síðan tók Gunni við og fjallaði um hvernig ætti að bera sig að við að skrifa góðar sögur. Að lokum fluttu þeir nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.