Þetta haustið var ferð miðstigs heitið á Sólheima og í Skálholt. Veðurspáin fyrir daginn leit ekkert sérstaklega vel út en sem betur fer gekk hún ekki eftir og fengu nemendur fínasta veður í ferðinni.
Á Sólheimum fengu nemendur kynningu á sögu staðarins. Að kynningu lokinni fengu þeir að skoða húsnæði Sesselju, kíktu í gróðurhúsin á staðnum og fengu að smakka litla tómata. Áður en haldið var í Skálholt snæddu allir háldegismat fyrir utan Sesseljuhús.
Í Skálholti var hópnum skipt í þrennt og fór hver hópur á einn stað í einu, allir fengu að skoða :
Það er óhætt að segja að ferðin hafi verið fræðandi og skemmtileg.
Hér má sjá myndir frá ferðinni
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað