Hausferð miðstigs 2025

Þetta haustið var ferð miðstigs heitið á Sólheima og í Skálholt. Veðurspáin fyrir daginn leit ekkert sérstaklega vel út en sem betur fer gekk hún ekki eftir og fengu nemendur fínasta veður í ferðinni. 

Á Sólheimum fengu nemendur kynningu á sögu staðarins. Að kynningu lokinni fengu þeir að skoða húsnæði Sesselju, kíktu í gróðurhúsin á staðnum og fengu að smakka litla tómata. Áður en haldið var í Skálholt snæddu allir háldegismat fyrir utan Sesseljuhús.

Í Skálholti var hópnum skipt í þrennt og fór hver hópur á einn stað í einu, allir fengu að skoða :

  • kirkjuna sjálfa og alla þá merku innanstokksmuni sem þar leynast.
  • Steinkistu sem er undir kirkjunni og gamlar minjar sem grafnar hafa verið upp utan við kirkjuna: húsnæði, skóla, eldhús og herbergi presthjónanna.
  • Þorláksbúð, og kynningu á þeim Þorláki Helga og Jóni Arasyni. Að lokinni kynningunni gengu krakkarnir að minnisvarða Jóns Arasonar

Það er óhætt að segja að ferðin hafi verið fræðandi og skemmtileg.

Hér má sjá myndir frá ferðinni