Haustferð elsta stigs

Elsta stigið fór í vikunni í haustferð og gistu þau á Rjúpnavöllum. 

Ferðin heppnaðist frábærlega eins og sjá má á myndum hér -> Haustferð elsta stigs 2023

Í ferðinni voru grillaðir sykurpúðar yfir varðeldi, búin til brú í Rangá, vaðað í ánni og labbað heil ósköp! Sjón er sögu ríkari, kíkið á myndirnar :)