Haustferð unglingastigs var farin dagana 5. - 6. september. Ýmislegt skemmtilegt var brallað í ferðinni. Meðal annars var gengið upp í Reykjadal í mildu skúraveðri þar sem sum fóru í náttúrulaugarnar. Eftir gönguna var brunað í sund á Stokkseyri og svo var grillveisla um kvöldið. Nemendur gistu í Félagslundi og eftir grillveisluna var kvöldvaka þar sem Kristinn Ingi og Steini Darri spiluðu á gítar og héldu uppi stuðinu fram á kvöld.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað