Hjálmagjöf frá Kiwanis og rétt hjálmanotkun

Fimmtudaginn 8. maí fengum við heimsókn frá Kiwanis klúbbnum sem gaf nemendum fyrsta bekkjar reiðhjólahjálma. Nemendurnir sem hjálmagjöfina þáðu voru að sjálfsögðu hæst ánægðir og þökkuðu kærlega fyrir sig.

Kiwanis eru alþjóðleg samtök og er meginmarkmið þeirra að bæta líf barna í heiminum. Hægt er að lesa meira um Kiwanis hérna

Í kjölfarið viljum við koma til skila upplýsingum frá skólahjúkrunarfræðingi.

Sælir kæru foreldrar/forráðamenn,

Nú er styttist í sumarið og margir farnir að taka fram hjólin. Að því tilefni langar mig til þess að minna á mikilvægi hjálmanotkunar fyrir alla, líka fullorðna.  
Nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga: 
• Hjálmur á að vera CE merktur og er líftími hans 3 ár.  
• Hjálmur á að verja enni, hnakka, gagnaugu og koll. Eyrað á að vera í miðjunni á V-forminu sem böndin mynda.  Einn eða tveir fingur eiga að komast á milli höfuðbandsins og hökunnar.  
• Hjálmur þarf að vera í réttri stærð til að veita örugga vörn, hann þarf að sitja þétt svo hann hvorki detti af né skekkist þegar á reynir.  
• Ef högg hefur komið á hjálm þá er hann ónýtur.  
• Mikilvægt er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir og er mælt með að fullorðnir noti einnig hjálm við hjólreiðar.  
 
Hér fyrir neðan má finna hlekki á gagnlegt efni tengt umferðaröryggi og hjálmanotkun.  
 
 
 
Kær kveðja  
Karen Eva Sigurðardóttir 
Skólahjúkrunarfræðingur