Í dag var fyrsti tími í stærðfræði hjá Mögdu með kennlsuaðferð sem kallast "hugsandi skólastofa í stærðfræði".
Hugmyndin gengur út á að:
- Nemendur fá krefjandi verkefni sem ekki er hægt að leysa án þess að hugsa, rökræða, rannsaka, prófa sig áfram o.s.frv.
- Í upphafi kennslustundar er dregið í litla hópa og mikilvægt að nemendur sjái að það sé gert á handahófskenndan hátt.
- Nemendur vinna verkefni standandi við tússtöflu, það er einn túss á hvern hóp og hann látinn ganga á milli.
Markmið er að virkja alla nemendur í stærðfræðikennslu og hvetja til að hugsa og ræða um stærðfræðiefni.
Ætlunin er að nýta þessa aðferð við kennslu í 10. bekk einu sinni í viku þetta skólaárið. Það má með sanni segja að fyrsti tíminn hafi gengið vonum framar.
Hér má sjá myndir frá tímanum.