Kennari í valinu er Ástþór Jón Ragnheiðarson og hefur kennslan gengið vel fyrir sig. Í þjálffræði- og þjálfaravalinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í íþróttþjálfun og læra um hlutverk þjálfarans, svo sem skipulag æfinga, þol,- styrktar- og liðleikaþjálfun, andlega hlið íþróttaþjálfunar ásamt fræðslu í næringu og mataræði og smá grunn í forvörnum og meðferðum við íþróttameiðslum. Markmiðið er að fá betri skilning á því hvað býr að baki þjálfun, bæði fyrir keppni og almenna hreyfingu.
Með fréttinni má sjá myndir úr verklegum tíma í þjálffræði- og þjálfaravalinu þar sem að nemendur fengu að spreyta sig á ökklateipingum.