Íþróttadagur Grænfánanefndar skólans

Á föstudaginn kemur fer fram íþróttadagur Grænfánanefndar skólans sem felst í því að allir nemendur skólans munu etja kappi við sjálfa sig í ýmsum íþróttagreinum eins og að planka, boðhlaupi, armbeygjum og fleiru. Þessi dagur er hugsaður sem heilsuefling og hvatning til hreyfingar. Mælt er með að nemendur mæti í léttum og liprum fatnaði í skólann þar sem of langur tími færi í það ef allir ætluðu að skipta um föt í skiptiklefum sundlaugarinnar. Hins vegar standa surturnar til boða í lok dags ef einhver óskar þess. Hlökkum til að taka á því saman á föstudaginn!