Íþróttadagur Grænfánans 2025-2026

Fimmtudaginn 8. janúar var íþróttadagur Grænfánans haldinn í þriðja sinn. Öllum nemendum skólans var skipt í 14 hópa þvert á bekki og kepptu hóparnir hver um sig sem eitt lið.

Keppnin var tvískipt, fyrir frímínútur var keppt í planka, fótbolta og boðhlaupi en eftir frímínútur var keppt í armbeygjum, uppsetum og burpees. 

Það var gaman að sjá kappið í nemendum, hversu mikið þeir lögðu sig fram um að gera sitt besta og hversu mikið þau hvöttu hvert annað til dáða.

Frábær dagur og fullt af myndum til að skoða hér.