Jarðskjálftinn 11. nóvember 2021

Þessi flotti turn var byggður á skóladagheimilinu í dag. Þegar hann var langt kominn reið stór jarðskjálfti yfir. Turninn var svo vel gerður að hann féll ekki við hristinginn!

Við fundum annars vel fyrir skjálftanum, skólahúsnæðið hristist töluvert og fylgdu honum töluverð hljóð. Eftir skjálfta var turninn svo felldur með viðhöfn.