Fimmtudaginn 4. desember fór fram í fyrsta sinn keppni um flottustu jólahurðina hér í skólanum. Allir nemendur og starfsfólk í 1. - 10. bekk kepptust við að skreyta hurðir á stofum sínum. Það voru þó ekki einungis stofur umsjónabekkja sem tóku þátt heldur einnig list- og verkgreinakennarar sem og allir aðrir kennarar sem hafa afnot af skólastofu og/eða bókasafni. Hvert sem litið er innan skólans má sjá fallega skreytta jólahurð.
Dómarar að þessu sinni voru þau Berglind Kristinsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson og völdu þau þrjár hurðir sem þeim þótti skara fram úr. Sigurvegarar þetta árið (ekki í neinni sérstakri röð) voru nemendur 4. bekkjar, 6. bekkjar og tónmenntastofan.
Að launum fengu nemendur 4. og 6. bekkjar smákökur til að gæða sér á.
Mjög skemmtileg hefð sem er svo sannarlega komin til að vera.
Hér má sjá allar jólahurðirnar
|
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað