Jólalestrarbingó 2025 - Tölfræði

Mikil áhersla er lögð á lestur í öllum bekkjum Grunnskólans á Hellu, Mikilvægt er að þjálfun lestrar fari fram heima og að sjálfsögðu eru foreldrar fyrirmyndir barna sinna þegar kemur að lestri. Hér má sjá læsisstefnu skólans okkar.
 
 
Á bókasafni skólans okkar eru ýmsar sniðugar hugmyndir í gangi allt árið sem eru lestrarhvetjandi og ein af þeim var jólalestrarbingóið núna um síðustu jól. Jólalestrarbingó er þannig hugsað að nemandi krossar yfir einn reit þann dag sem hann les heimalestur í jólafríinu. Reitirnir í ár voru t.d. að lesa við jólatréð, með jólasveinahúfu, með kakó og smákökur, í náttfötum, undir kósýteppi o.s.frv., alls 8 reitir. Foreldrar kvitta fyrir ef barnið nær að klára bingóið og í sameiningu ákveða foreldrar/forráðamenn og barn smá verðlaun. Dæmi um verðlaun geta verið spilakvöld með fjölskyldunni, kvöldganga, ísbíltúr, bók, kósýkvöld, bíókvöld heima með popp, fótboltaspjöld og svo mætti lengi telja. Við hvetjum til verðlauna í formi samverustunda sem kosta lítið sem ekkert.
 
Þátttaka í jólalestrarbingói Grunnskólans Hellu 2025 var nokkuð góð og gaman og áhugavert að rýna í tölfræði. Hér að neðan má sjá hvaða nemendur tóku þátt í bingóinu og farið yfir tölfræðina.
  • Í 1.bekk tóku 10 af 17 nemendum bekkjarins þátt. Það voru Aníta Rós, Annabelle, Bergrún Sara, Bríet, Dalía Dimma, Eiður Smári, Haukur, Hugi, Ottó Rafn og Pétur Jökull.
  • Í 2.bekk tóku 6 af 23 nemendum bekkjarins þátt. Það voru Áslaug María, Bastían, Gústaf Þeyr, Sóldís Ása, Viktor Ingi og Þormar Fálki.
  • Í 3.bekk tóku 3 af 19 nemendum þátt. Það voru Aþena Ýrr, Frosti Snær og Daniel.
  • Í 4.bekk tóku 9 af 15 nemendum þátt. Það voru Brynja María, Eiður Atli, Eyrún Halla, Ragnheiður Alda, Rúnar Atli, Sóldís Kara, Steinar Kári, Vilhelm Bjartur og Þröstur Freyr.
  • Niðurstöður: Yngsta stig – (28/74) – 37,8%
  • Í 5.bekk tóku 6 af 25 nemendum þátt. Það voru Embla Dagmar, Hilmar Þór, Ída María, Ísabella Björk, Oliwier Almar og Una Kristín.
  • Í 6.bekk tóku 2 af 15 nemendum þátt. Það voru þeir Aron Grétar og Jökull Orri.
  • Í 7.bekk tóku 2 af 21 nemendum þátt en það voru þeir Aron Ingi og Halldór Darri
  • Niðurstöður: Miðstig – (10/61) – 16,4%
  • Í 8.bekk tóku 0 af 11 nemendum þátt.
  • Í 9.bekk tók 0 af 20 nemendum þátt.
  • Í 10.bekk tók 0 af 14 nemendum þátt.
  • Niðurstöður: Elsta stig – (0/45) – 0%

Allur skólinn – (38/180) – 21,1% sem þýðir að rúmlega fimmtungur nemenda skólans kláraði jólalestrarbingóið. Hlutfallið var hæst í 4.bekk þar sem 60% nemenda kláruðu bingóið en fast á fætur hans kom 1.bekkur með 58,8% nemenda sem kláruðu! Við óskum öllum nemendum til hamingju sem kláruðu jólalestrarbingóið og skiluðu því á bókasafnið! Vel gert!

ÁFRAM LESTUR!