Kertaganga

Nemendur og starfsfólk fóru í  kertagöngu frá skólanum út í Rjóður í dag föstudaginn 13. des,  Sr. Elína flutti stutta sögu og sungin voru nokkur jólalög. Krakkarnir voru með luktir og kveikt var upp í eldstæðinu í Rjóðrinu. Vinabekkirnir gengu  saman ásamt því að skólahópur leikskólans kom. Stelpurnar í mötuneytinu buðu svo upp á heitt  kakó að göngu lokinni.