Þriðjudaginn 24. september nk. kl. 17:00-18:30 mun Ágúst Jakobsson vera með kynningu fyrir foreldra og aðra aðstandendur á uppeldisstefnunni Jákvæður agi. Kynningin fer fram í Menningarsalnum á Hellu, Dynskálum 8.
Grunnskólinn Hellu innleiddi þessa stefnu haustið 2023 og er nú í miðju þróunarferli.
Jákvæður agi gengur út á að móta umhverfi í skólum, heimilum og vinnustöðum sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni
Á námskeiðinu læra foreldrar að auka færni sína í foreldrahlutverkinu með aðferðum hugmyndafræðinnar. Megináherslan er á að nýta sér verkfæri Jákvæðs aga sem byggja á góðvild og festu, ásamt því að nýta sér fjölskyldufundi. Þá læra þátttakendur að skilja betur hvað liggur að baki hegðun barna þeirra og finna nýjar leiðir til að leiðbeina þeim.
Afar mikilvægt er að fólk fjölmenni og kynni sér vel fyrir hvað Jákvæður agi stendur. Saman náum við bestum árangri.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað