Leitin að ævintýraheimum - Lestrarmeistarar sumarlestursins

Bókasafnið okkar tók þátt í sumarlestri almenningsbókasafna þetta sumarið og var yfirskriftin Leitin að ævintýraheimum.

Þau börn sem komu á safnið í sumar og vildu taka þátt, fengu stórt ævintýrakort til eignar. Í hvert sinn sem þau lásu og skiluðu bók fengu þau límmiða til að líma á veggspjaldið sitt.

Það voru yfir tíu börn sem byrjuðu sumarlesturinn en þegar honum lauk, 1.september, voru tvö börn sem höfðu lokið við að fylla út ævintýrakortið sitt. Þetta voru þau Sóldís Kara í 2.bekk og Halldór Darri í 5.bekk. Þau fengu gjafabréf í ísbúð Huppu í viðurkenningarskyni ásamt nafnbótinni „Lestrarmeistari“ og óskum við þeim til hamingju um leið og við þökkum öllum fyrir komuna á safnið í sumar!

Áfram lestur!