Líf og fjör í frímínútum á elsta stigi

Það er óhætt að segja að andinn í skólanum okkar hafi breyst mikið eftir að nýjar reglur um síma tóku gildi þann 15. janúar síðastliðinn. Nú má heyra hlátrasköll og spjall um ganga skólans og hvert sem maður lítur er eitthvað spennandi að gerast. Nemendur ýmist spila borðspil, borðtennis, spjalla eða leika sér. Það er auðséð að félagsleg samskipti innan skólans hafa stóraukist á þessum stutta tíma sem liðinn er. 

Meðfylgjandi mynd var tekin á unglingastigi í dag.