Ljóða- og teiknisamkeppni Andvara

Í haust efndi skrifstofa Alþingis til ljóða- og teiknisamkeppni, Andvara unga fólksins, fyrir nemendur í 5. bekk grunnskóla. Tilefnið var 150 ára afmæli Hins íslenska þjóðvinafélags sem upphaflega var stofnað af nokkrum alþingismönnum. Félagið gefur árlega út tímaritið Andvara og Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags. Í Andvara birtast greinar um menningarleg málefni og vísindi og áður fyrr voru einnig gjarnan birt ljóð og annar skáldskapur. Þema keppninnar voru náttúruvísindi og barst fjöldinn allur af flottum verkum. Í dómnefnd sátu Gerður Kristný rithöfundur og Rán Flygenring myndskreytir. 1. verðlaun hlaut Hafdís Laufey Ómarsdóttir okkar 

 "Kraftmikil mynd sem lýsir ógn náttúruaflanna á magnaðan hátt. Sterk tjáning og frelsi í teikningu."