Myndir frá haustferð yngsta stigs í Þorsteinslund og í Lava Center á Hvolsvelli

Yngsta stigið fór í óvissu haustferð miðvikudaginn 22. september. Fyrst var ferðinni heitið í Lava Centre á Hvoslvelli. Þar byrjuðu allir á að horfa á stutta bíómynd um eldgos á Íslandi, síðan að fræðast um eldfjallaeyjuna Ísland og að lokum var farið inn á sjálft safnið. Það var tekið vel á móti okkur og stóðu börnin sig svo vel að þau fengu límmiða í verðlaun frá Lava Centre. Því næst var ferðinni heitið í Þorsteinslund inn í Fljótshlíð. Þar léku börnin sér bæði í og við lækinn og snæddu hádegismat. Upphaflega var planið að leyfa þeim að vaða berfætt í læknum sem þar er en því miður var ekki hægt að verða við því vegna kuldans sem var þennan dag. Á leiðinni í rútunni var góð stemmning, börnin spjölluðu saman og sungu lög. Þau sungu oft lagið sól sól skín á mig enda var farið að sjást í bláan himinn þegar komið var í Þorsteinslund. Það er von okkar að öll hafi komið glöð heim.

leiri myndir

myndband