Nemendaþing í Grunnskólanum á Hellu

Þriðjudaginn 12.desember fer fram nemendaþing hjá nemendum í 5.-10.bekk frá kl. 8:10-9:30

Nemendaþing er leið til að efla lýðræðisleg vinnubrögð í skólanum þar sem nemendur ræða ýmis málefni sem varða skólastarfið. Nemendur stýra umræðum sjálfir út frá spurningum sem lagðar eru fyrir og verða niðurstöður notaðar til að bæta og efla skólastarfið.

Aðal markmið nemendaþings eru fjögur:

  • Að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins.
  • Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu.
  • Að fá fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum.
  • Að fá fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar.

Stefnt er að því að nemendaþing verði framvegis fastur liður í skólastarfi Grunnskólans Hellu.