Nýtt leiksvæði yngsta stigs

Nú í dag var nýtt leiksvæði yngsta stigs tekið í notkun. Það var ekki annað að sjá en spenningurinn væri mikill og ánægjan leyndi sér ekki. Á leiksvæðinu eru nú fjórar rólur og sandkassi en kastali og klifurgrind eru einnig á skipulaginu fyrir þetta svæði og eru væntanleg fyrir áramót. Óvænt ánægja var svo á meðal nokkurra nemenda sem fundu kuðunga í mölinni og var ljóst að þeim gullgreftri var hvergi nærri lokið.